17.9.2008 | 15:15
Hilmar Kristjánsson Dátar.
Í gær voru þrjátíu ár síðan Hilmar Kristjánsson lést. Stofnandi einnar frægustu hljómsveit fyrri tíma Dátar.
Ég vil heiðra minningu hans með nokkrum orðum.
Hilmar kom til mín einu sinni þar sem ég var að spila á árshátíð hjá hestamannafélaginu Fáks. Hann spurði mig hvort ég væri til í að endurvekja hljómsveitina Dáta með sér.
Ég tók vel í þetta og ákvað að koma á æfingu og sjá til.
Greinilegt var að Hilmar var ekki búin að gleyma neinu þegar að við fórum í gegnum fyrstu æfinguna. Hilmar var þó eini meðlimurinn úr hinum gömlu Dátum í þessari hljómsveit.
Allt gekk vel þar til nafnið á hljómsveitinni skildi ákveðið. Hilmar var staðráðin í að hún skildi heita Dátar 2. Eftir smá þras þá stóð Hilmar í dyrunum og sagði inn eða út, he he.
Já hann var þrjóskur. Við samþykktum.
Dátar 2, komu fyrst fram á fyrstu hæð í Klúbbnum við sigtún.
Þessi hljómsveit spilaði bæði á sveitaböllum og á veitingahúsum Reykjavíkur.
Hljómsveitin leystist upp eftir að hafa spilað saman í um 5-6 mánuði.
Ég man að Hilmar var oft að tala um sína tónlist, og einu sinni þegar ég var heima hjá honum í Fannafelli 4, þá sýndi hann mér nokkur lög sem hann var búin að vera semja síðustu ár. Sum af þessum lögum voru bara góð en önnur voru frekar gamaldags og hefðu þurft að endursmíða. Eitt af þessum lögum hefur aldrei farið úr mér og situr fast í huga mér. Texin er nú orðin ryðgaður en lagið er en í heilu lagi.
Svona byrjar texin.
Hvert ert þú að fara,
elskan mín, ég veit það ekki.
Er erfitt að svara,
elskan mín, ég veit það ekki.
Svo áfram.
Ég á þennan texta niðurgrafin í kompunni hjá mér einhverstaðar.
Ég vil benda á blog þar sem Perla Hilmarsdóttir dóttir Hilmars skrifar sem hún kallar. In memorium. Datar.blog.is
Um bloggið
Páll Rúnar Elíson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef alveg misst af Dátum 2. Trúlega verið erlendis þá.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 18:13
Kannski, ég er nú sjálfur búin að gleyma ártalinu sem við vorum saman, held nú samt að það hafi verið á árunum 1974-76, erfit að vita var að spila með fleyri hljómsveitum á þessum tíma, svo ég er að flétta síðum hjá embla þar sem hægt er að finna upplýsinga um hvaða tímabil er það rétta.
Sennilega hefur þú misst af því. hv Pallielís
Páll Rúnar Elíson, 17.9.2008 kl. 19:39
Dátar 2 störfuðu samkvæmt dansleikjaauglýsingum úr Mbl, á tímabilinu 1973 - 1974. Með bestu kveðju, Steinn.
Steinn Skaptason, 17.9.2008 kl. 20:29
Takk fyrir þetta Steinn, er þetta Steinn bróðir Stellu?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 22:24
Þú segir nokkuð Steinn. Fléttu upp föstudaginn 1 apríl 1977 eða 29 apríl 1977 hjá embla.
þá sérð þú að við erum bráðlifandi og í fullu fjöri.
Sjáumst. Palli
Páll Rúnar Elíson, 17.9.2008 kl. 22:40
Verð að bæta við eftir að vera búin að pæla í þessu með Dáta. Sá sem spilaði á bassann með okkur í Dátum, var kallaður Bjössi og kom með mér frá hljómsveitinni Svarta maría. Trommarinn sem var klár og flottur tromari man ég ekki hvað heitir og væri gott ef einhver gæti grafið það upp.
Páll Rúnar Elíson, 17.9.2008 kl. 22:53
Sæl Guðrún Þóra.
Já, ég er bróðir hennar Stellu
Steinn Skaptason, 18.9.2008 kl. 01:33
Sæll Páll og takk fyrir gott spjall
Sko, ég hef hingað til stuðst við heimildir úr Mbl af tímarit.is, þá á ég við dansleikjaauglýsingar á skemmtanasíðum Morgunblaðsins og eitt vikuviðtal úr Vikunni. Ég er að tala um það tímabil sem ég gat um hér að ofan, það er að segja 1973 - 1974. Samkvæmt því að þá spannar það um 6 - 12 mánuði. Lengra er ég ekki kominn í þeim uppfletingum, enda tímafrekt og þetta tekur allt sinn tíma að þræða sig í gegnum. Svo má vel vera að hljómsveitin hafi starfað eftir það, en mér er ekki kunnugt um það, en auðvitað spennandi að athuga það. Ég hef ekki farið inn á Emblu og er það næsta skref hjá mér. Framundan er poppfræðileg rannsóknarvinna með Dáta 2, dálítið erfitt en spennandi verkefni að vinna í. Lítið og nánast ekkert hefur verið fjallað og skrifað um þá hljómsveit, en hinsvegar mikið um Dáta 1 sem Rúnar Gunnarsson ásamt Hilmari, Magnúsi, Jóni Pétri, Stefáni, Kalla Sighvats, Þórir Baldurs og Þorsteini Eggerts, gerðu góða hluti á tímabilinu 1965 - 1967. Við höldum áfram rannsóknarvinnunni með Dáta 2 og þurfum að fókusera það meira og betur. Já við sjáumst og heyrumst. Með bestu kveðju, Steinn Skaptason.
Steinn Skaptason, 18.9.2008 kl. 01:51
Sæl aftur Páll.
Ég fletti upp í þessum dagsetningum í Mbl frá því í Apríl árið 1977 á tímarit.is og sá þetta sem þú benti mér á hér að ofan, þannig að þetta passar allt saman, það er eins og hljómsveitin hafi starfað í nokkur tímabil á nokkurum árum og kannski tekið einhver hlé inn á milli, eða hvað ?
En þarna heitir hún aftur Dátar, en í millitíðinni hét hún Dátar 2, árin 1973 - 1974.
Nú þarf ég að athuga árin 1975 og 1976 með Dáta.
Athyglisvert og verðugt verkefni að koma sögu hljómsveitarinnar heim og saman.
Með bestu kveðju af næturvakt, Steinn.
Steinn Skaptason, 18.9.2008 kl. 03:42
Nú fór ég að grátaelsku Palli minn,ég kem þig ekki alveg fyrir en takk takk takk,þúsund þakkirég man að eftir að Pabbi minn lést þá fann ég inn í skáp stóra græna möppu með textum sem hann elsku Pabbi minn skrifaði og ég sat á gólfinu tíu ára stelpuskott og las og las og tárin mín runnu niður minn vanga því sum ljóðin voru svo ljótir af sársauka sem sýndi hve illa honum leið en svo voru önnur bara yndislega góðég vissi ekki fyrr en eftir að elsku Kallinn minn hann Pabbi var látin að hann hefði verið í Hljómsveit og það var vegna þess á jólakvöld vorum við systur og Mamma á leið til Ömmu oG Afa í föðurætt í mat að það stoppar okkur bíll og í honum var Gulli Melsteð söngvari að mig minnir í Haukum og hann var með litlu hljómplöturnar hans Pabba sem voru Dáta plöturnar og þá ver mér sagt söguna um Pabba og Hljómsveitina Dáta.
Annars bestu kveðjur og njóttu helgarinnar sem allra best.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 22:32
ps.fékk færsluna þína að láni handa mínum blog-vinum
ÁSTARKVEÐJUR
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.